Sony Xperia Z1 - Almennar myndavélarstillingar

background image

Almennar myndavélarstillingar

Yfirlit yfir tökustillingar

Öflugri sjálfvirkni

Hagræddu stillingunum þínum eftir umhverfi.

Handvirkt

Breyttu stillingum myndavélarinnar handvirkt.

Mynd með hljóði

Taktu myndir með bakgrunnshljóðum.

AR áhrif

Taktu ljósmyndir eða myndskeið með sýndarumhverfi og táknum.

Skapandi áhrif

Bættu áhrifum við myndir eða myndskeið.

Info-eye™

Finndu frekari upplýsingar um það sem þú sérð í myndglugganum.

Timeshift burst

Finndu bestu myndina í röð mynda.

Víðmynd

Taktu gleiðhyrndar myndir og víðmyndir.

Til að fræðast betur um hvernig þú tekur betri myndir skaltu fara á

www.sonymobile.com/support

.

88

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Alhliða sjálfvirkni

Alhliða sjálfvirkni greinir við hvaða aðstæður þú ert að taka mynd og aðlagar stillingar

sjálfkrafa í samræmi við það til að tryggja að þú náir sem bestri mynd.

Mesta upplausn sem alhliða sjálfvirkni styður er 8 MP. Ef þú vilt taka myndir í hærri upplausn

skaltu nota stillinguna

Handvirkt.

Handvirk stilling

Notaðu handvirka stillingu þegar þú vilt stilla myndavélina handvirkt.

AR áhrif

Þú getur sett AR (aukinn raunveruleika) áhrif á myndirnar eða myndskeiðin þín til að gera

þær skemmtilegri. Þegar myndavélin er notuð gerir þessi stilling þér kleift að samþætta

þrívíddarumhverfi í myndirnar eða myndskeiðin þín. Veldu aðeins umhverfið sem þú vilt

stilla stöðu þess í myndglugganum.

Skapandi áhrif

Þú getur notað mismunandi áhrif á myndirnar þínar eða myndskeið. Þú getur t.d. bætt

Fortíðaráhrifum við til að láta myndir virðast eldri eða Skissuáhrifum til að fá skemmtilegri

mynd.

Sweep Panorama

Þú getur tekið breið- og víðmyndir úr láréttri og lóðréttri stefnu í auðveldri halda inni og

sveiflu hreyfingu.

Víðmynd tekin

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Pikkaðu á og veldu svo .

3

Til að velja tökuátt pikkarðu á

.

4

Ýttu á myndavélartakkann og færðu myndavélina hægt og stöðugt í stefnu

hreyfingar sem er sýnd á skjánum.

Info-eye™

Info-eye™ forritið hjálpar þér að leita að upplýsingum um hluti umhverfis þig með því að

nota myndglugga myndavélarinnar. Til dæmis, getur þú tekið mynd af kennileiti og fengið

upplýsingar um það strax á skjánum. Eða þú getur tekið mynd af bók eða skannað QR

code og fengið strax upplýsingar um forsöguna.

Info-eye™ ber einungis kennsl á þekkt valið kennileit eða þekkta hluti.

Strikamerki eða QR-kóði skannaður með Info-eye™

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Pikkaðu á og veldu svo .

3

Beindu myndavélinni að strikamerkinu eða QR-kóðanum svo hann sjáist í

myndglugganum og taktu svo mynd.

4

Hinkraðu augnablik á meðan verið er að greina myndina. Til að skoða upplýsingar

um vöruna ýtirðu á

Upplýsingar um vöru og heldur inni og dregur svo upp.

Timeshift burst

Myndavélin tekur myndaröð af 61 myndum í glugga af tveim sekúndum – einni sekúndu

áður og eftir að þú ýtir á myndavélartakkann. Svo þú getir farið aftur og fundið fulkomnu

myndina.

89

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Timeshift burst notuð

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Pikkaðu á , veldu síðan .

3

Ýttu myndavélartakkanum alveg niður og slepptu honum síðan til að taka myndir.

Myndirnar sem eru teknar birtast á smámyndaskjánum.

4

Flettu í gegnum smámyndirnar og veldu myndina sem þú vilt vista, pikkaður síðan

á .

Myndavélaforrit sótt

Þú getur sótt ókeypis eða greitt fyrir myndavélaforrit frá Google Play™ eða öðrum

stöðum. Áður en þú hleður niður skaltu ganga úr skugga um að þú sért með

nettengingu, helst Wi-Fi® til að takmarka gagnaumferðargjald.

Til að sækja myndavélaforrit

1

Opnaðu myndavélinaforrit.

2

Pikkaðu á og síðan á

HÆGT AÐ SÆKJA.

3

Veldu forritið sem þú vilt sækja og fylgdu leiðbeiningunum til að ljúka

uppsetningunni.

Flýtiræsing

Notaðu flýtiræsingarstillingar til að ræsa myndavélina þegar skjárinn er læstur.

Einungis ræsa

Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina þegar skjárinn er læstur með því að ýta á

myndavélarhnappinn og halda honum inni.

Ræsa og smella af

Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina og tekið mynd sjálfkrafa þegar skjárinn er læstur

með því að ýta á myndavélarhnappinn og halda honum inni.

Ræsa og taka upp myndskeið

Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina og hafið að taka upp myndskeið þegar skjárinn

er læstur með því að ýta á myndavélarhnappinn og halda honum inni.

Slökkt

Hnitamerking

Merktu myndir með upplýsingum um hvar þær voru teknar.

Snertimyndataka

Finndu fókussvæði og snertu svo myndavélarskjáinn með fingrinum. Myndin er tekin um

leið og þú tekur fingurinn af.

Hljóð

Veldu að kveikja eða slökkva á lokarahljóði.

Gagnageymsla

Þú getur valið að vista gögnin þín annað hvort á færanlegt SD-kort eða yfir í innri geymslu

tækisins.

Innri geymsla

Myndir eða myndskeið eru vistuð á minni tækisins.

SD-kort

Myndir eða myndskeið eru vistuð á SD-kort.

Touch Block

Virkjaðu til að slökkva á snertiatriðinu til að koma í veg fyrir óviljandi snertingar.

90

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Hvítjöfnun

Þessi stilling, sem er aðeins í boði í

Handvirkt tökustillingu, stillir litajafnvægið í samræmi

við birtuskilyrði. Hún gerir þér líka kleift að stilla lýsinguna handvirkt á EV-sviðinu -2.0 EV

til +2.0 EV. Til dæmis geturðu aukið birtu myndarinnar eða minnkað heildarlýsinguna með

því að pikka á plús- eða mínusstjórntakkana þegar hvítjöfnunarstillingartáknið birtist.

Sjálfvirk

Stillir litajafnvægið sjálfkrafa til að passa við birtuskilyrðin.

Ljósapera

Stillir litajafnvægi fyrir hlýja birtu, eins og í lýsingu frá ljósaperum.

Flúrljós

Stillir litajafnvægið að flúrlýsingu.

Dagsbirta

Stillir litajafnvægið fyrir sólskin utandyra.

Skýjað

Stillir litajafnvægið að skýjuðu veðri.