Sony Xperia Z1 - Tækið notað í bleytu og ryki

background image

Tækið notað í bleytu og ryki

Til að tryggja vatnsheldni tækisins þurfa allar hlífar, þ.m.t. hlífarnar á micro USB-tenginu, SIM-

kortinu og minniskortinu, að vera alveg lokaðar.

Snjalltækið er vatns- og rykþétt í samræmi við inngangsmat IP55 og IP58 eins og skýrt er

í töflunni hér fyrir neðan. Til að sjá nánari IP-upplýsingar um tækið geturðu farið á

www.sonymobile.com/global-en/legal/testresults/

og smellt á heiti viðkomandi tækis.

Þetta mat þýðir að tækið er rykþétt og varið gegn áhrifum vatns við lágan þrýsting og í

fersku (ósöltu) vatni í 30 mínútur á allt að 1,5 metra dýpi.
Hægt er að nota tækið:

við rykugar aðstæður, t.d. í vindi á strönd.

með blauta fingur.

við erfiðar veðuraðstæður, t.d. í snjókomu eða rigningu.

í fersku (ósöltu) vatni á 1,5 metra dýpi eða minna, t.d. í stöðuvatni eða á.

í klórblönduðu vatni í sundlaug.
Þótt tækið þoli ryk og vatn ber að forðast að nota það að óþörfu við aðstæður þar sem

er mikið ryk, sandur og aur eða í röku umhverfi þar sem er mjög heitt eða mjög kalt. Ekki

er hægt að ábyrgjast vatnsheldni USB-tengisins, micro SIM- og minniskortaraufarinnar

og tengis fyrir höfuðtól við allar kringumstæður.
Aldrei skal setja tækið í saltvatn eða láta micro USB-tengið eða höfuðtólið komast í

snertingu við saltvatn. Ef þú ert t.d. á ströndinni skaltu muna að halda tækinu frá sjónum.

Einnig skal forðast öll fljótandi efni. Ef þú ert t.d. að vaska upp í höndunum og notar

uppþvottalög skaltu forðast að tækið komist í snertingu við hann. Þegar tækið hefur

komist í snertingu við vatn sem ekki er ferskvatn skaltu skola það með ferskvatni.
Eðlilegt slit ásamt skemmdum á tækinu þínu minnkar getu þess til að standast ryk eða

raka. Eftir að tækið hefur verið notað í vatni skaltu þurrka af svæðunum í kringum allar

hlífar, þ.m.t. hlífarnar yfir micro USB-tenginu, SIM- og minniskortaraufinni.
Ef hátalarinn eða hljóðneminn blotnar getur það haft áhrif á virkni þeirra uns vatnið hefur

þornað að fullu. Hafðu í huga að það getur tekið allt að þrjár klukkustundir, allt eftir

aðstæðum. Á meðan geturðu þó notað aðra eiginleika tækisins sem ekki krefjast hátalara

eða hljóðnema. Allur samhæfur aukabúnaður, þ.m.t. rafhlöður, hleðslutæki, handfrjáls

búnaður og micro USB-snúrur, er ekki vatns- og rykheldur.
Ábyrgðin nær ekki til skemmda eða galla sem stafa af misnotkun eða rangri notkun

tækisins, (þ.m.t. notkun við aðstæður sem eru utan marka viðeigandi IP-mats). Hafðu

samband við þjónustudeild til að fá hjálp ef þú hefur frekari spurningar um hvernig eigi að

nota vörurnar þínar. Upplýsingar um ábyrgð er einnig að finna í

Mikilvægum upplýsingum

sem hægt er að nálgast í gegnum uppsetningarhjálpina í tækinu.