Tækið hlaðið
Tækið er með innbyggða, endurhlaðanlega rafhlöðu sem aðeins Sony eða heimiluð Sony
viðgerðarstöð ætti að skipta um. Þú ættir aldrei að reyna að opna eða taka tækið í
sundur sjálf(ur). Það getur valdið skemmdum að opna tækið og ógildir ábyrgðina.
Rafhlaðin er hlaðin að hluta þegar tækið fer frá verksmiðju. Hleðslustaða rafhlöðunnar
kann að vera lág, það fer eftir því hve lengi tækið var í kassa áður en þú keyptir það. Því
er mælt með að þú hlaðir rafhlöðuna í minnst 30 mínútur áður en þú ræsir tækið í fyrsta
sinn. Þú getur notað tækið á meðan á hleðslu stendur. Lestu meira um rafhlöðuna og
hvernig þú getur aukið endingu hennar í
Rafhlöðu- og orkustjórnun
á síðunni 22 .
Tækið hlaðið
11
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
1
Stingdu hleðslutækinu í rafmagnsinnstungu.
2
Stingdu öðrum enda USB-snúrunnar í samband við hleðslutækið (eða USB-tengið
á tölvunni).
3
Stingdu hinum enda snúrunnar í samband við micro USB-tengið á tækinu og láttu
USB-táknið snúa upp. Tilkynningaljósið logar þegar hleðsla hefst.
4
Þegar tækið er fullhlaðið skaltu taka snúruna úr sambandi við símann með því að
toga hana beint út. Gættu þess að beygla ekki tengið.
Ef rafhlaðan var alveg tæmd gætu liðið nokkrar mínútur áður en kviknar á tilkynningaljósinu og
hleðslutáknið birtist.
Tilkynningarljós fyrir hleðslustöðu rafhlöðu
Grænt
Rafhlaðan er í hleðslu og rafhlöðuvísirinn sýnir meira en 90%
Rautt
Rafhlaðan er í hleðslu og rafhlöðuvísirinn sýnir minna en 15%
Appelsínugult
Rafhlaðan er í hleðslu og rafhlöðuvísirinn sýnir minna en 90%
12
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.